Articles

Image Klukkurunnar
By Rannveig Guðleifsdóttir on July 11, 2011

Klukkurunnar (Weigela) er ættkvísl smávaxinna runna sem allir eiga heimkynni sín í Austur-Asíu. Þeir bera nokkuð stór, klukkulaga blóm í bleikum, hvítum, rauðum eða gulum lit og virðast alltof skrautlegir til að eiga möguleika á að þrífast hér. Nú veit ég ekki hversu margar tegundir klukkurunna hafa verið reyndar hér en tvær þeirra hafa reynst ævintýralega vel.

» Read the article

Image Leitin að réttu plöntunni
By Rannveig Guðleifsdóttir on June 24, 2011

Það er fátt skemmtilegra en að standa frammi fyrir því spennandi verkefni að hanna nýjan garð. Eða endurhanna gamlan garð sem er e.t.v. kominn í órækt. Þá er að mörgu að hyggja. Fyrst er rétt að huga að notagildi garðsins; hvernig hann muni veita eigendunum sem mesta ánægju. Skipuleggja dvalarsvæði og göngustíga, aðkomur og önnur „hörð svæði“. Svo er komið að þessu skemmtilega – að velja plönturnar.

» Read the article

Image Krydd og matjurtir í pottum og kerjum
By Rannveig Guðleifsdóttir on June 10, 2011

Það eru ekki allir sem hafa pláss eða aðstöðu fyrir stóran matjurtagarð sem getur séð fjölskyldunni fyrir grænmeti og kartöflum frameftir vetri. Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé hægt að njóta þess að gæða sér á heimaræktuðu grænmeti, þó í litlu magni sé. Það er nefnilega vel hægt að rækta matjurtir í pottum og kerjum á svölunum eða pallinum.

» Read the article

Image Af vorgulli og öðrum vorblómstrandi djásnum
By Rannveig Guðleifsdóttir on June 3, 2011

Mig hefur lengi dreymt um að rækta vorgull (Forsythia) í garðinum mínum. Þessa dásamlega gulu runna sem eru svo áberandi á vorin í nágrannalöndunum og við þekkjum sem ómissandi páskagreinar. Ég hélt þó að það væru draumórar einir að svona runni gæti þrifist, hvað þá blómstrað hér, en þegar ég rakst á plöntur til sölu í garðyrkjustöð fyrir tveimur árum VARÐ ég að prófa.

» Read the article

Image Draumurinn um viðhaldsfrían garð
By Rannveig Guðleifsdóttir on May 29, 2011

Veðrið og náttúruöflin hafa ekki beinlínis leikið við landsmenn undanfarnar vikur. Þeim mun meiri ástæða til að nýta góðviðrisdagana vel þegar þeir gefast, til dæmis til að hreinsa til í garðinum sínum. Forfallið garðyrkjuáhugafólk eins og ég vitum fátt skemmtilegra. En fyrir mörgum eru garðyrkjustörfin sjálfsagt álíka leiðinleg kvöð og húsverkin eru fyrir mér. Þá dreymir um viðhaldsfrían garð eins og mig dreymir um viðhaldsfrítt heimili. Við vitum öll að heimilisstörfin vinna sig ekki sjálf. En er til viðhaldsfrír garður?

» Read the article

Garðaflóra

Spjallsíða fyrir garðyrkjuáhugafólk á Íslandi. A gardening site for people gardening in Iceland

» Home
» Forums
» Articles
» Database

Cubit owner: rannveig

» Contact Admin: rannveig