Draumurinn um viðhaldsfrían garð
By Rannveig Guðleifsdóttir (rannveig) on May 29, 2011
Veðrið og náttúruöflin hafa ekki beinlínis leikið við landsmenn undanfarnar vikur. Þeim mun meiri ástæða til að nýta góðviðrisdagana vel þegar þeir gefast, til dæmis til að hreinsa til í garðinum sínum. Forfallið garðyrkjuáhugafólk eins og ég vitum fátt skemmtilegra. En fyrir mörgum eru garðyrkjustörfin sjálfsagt álíka leiðinleg kvöð og húsverkin eru fyrir mér. Þá dreymir um viðhaldsfrían garð eins og mig dreymir um viðhaldsfrítt heimili. Við vitum öll að heimilisstörfin vinna sig ekki sjálf. En er til viðhaldsfrír garður? |
Villt gróðursvæði eru aftur á móti viðhaldsfrí. Þau sjá um sig sjálf. Þar þarf hvorki að klippa, grisja, bera á, tæta mosa eða reita arfa. Þó að garður geti kannski aldrei orðið algjörlega viðhaldsfrír er lykillinn að viðhaldsléttum garði e.t.v. sá að velja plöntur sem geta séð um sig sjálfar að mestu leiti. Runna sem þarf lítið að snyrta; fjölærar plöntur sem dreifa sér ekki um allt og þurfa ekki stuðning eða skiptingu á nokkurra ára fresti. Með því að nota þekjuplöntur í beð og planta þétt fær arfinn minni birtu og pláss til að dafna. Kannski þarf grasflötin ekki að vera eins og á verðlauna golfvelli til að þjóna sem leikvöllur fyrir fjölskylduna. Grasið vex hægar ef lífrænn áburður s.s. þörungamjöl er borið á. Ef það er slegið áður en það verður of hátt þarf ekki að hirða grasið, það hverfur ofan í svörðinn og verður að áburði. Og þarf mosinn að vera vandamál? Hann er fallega grænn á veturna. Ef ræktað er gras þar sem skuggsælt er og stór tré vaxa er öruggt að mosinn nær sér á strik. Afhverju að fara í stríð við hann? Fyrir nokkrum árum kom út dásamlega skemmtileg bók sem heitir Villigarðurinn - Garðyrkjuhandbók letingjans eftir Þorstein Úlfar Björnsson.
Lítillega breytt frá upphaflegri grein sem birtist hér. |
garðar, garður |
« More articles |
Comments and discussion:
Subject | Thread Starter | Last Reply | Replies |
---|---|---|---|
viðhaldsléttur garður | sjofn | Jun 12, 2011 8:45 AM | 2 |
What U say!? | LaVonne | Jun 2, 2011 12:45 PM | 12 |