Velkomin á Cubits.org og Garðaflóruspjall! forum: Gestabók

 
Page 1 of 3 • 1 2 3

Views: 46, Replies: 48 » Jump to the end
Imagerannveig
Mar 1, 2010 5:15 AM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Sæl verið þið!

Ég er Rannveig, höfundur Garðaflóru og ég hlakka til að hitta sem flesta hér á nýja spjallsvæðinu okkar. Hurray!

Ég er ekki garðyrkjumenntuð ..... a.m.k. ekki formlega. Ég hef bara brennandi áhuga á öllu sem viðkemur garðrækt og hef lesið mikið um þetta mesta áhugamál mitt. Ég eignaðist minn fyrsta garð 1996 og hef síðan þá lært mikið á því að prófa mig áfram ........ og gera mistök.

Ég er í Hafnarfirði í grónu hverfi. Garðurinn er lítill að mínu mati og óðum að fyllast af plöntum enda er ég með plöntusöfnunaráráttu á háu stigi Whistling Ég hef gaman af að prófa nýjar plöntur, ég hef sáð mörgum tegundum fjölæringa og er framleiðslan yfirleitt slík að það er töluvert umfram magn á hverju ári sem ratar inn á plöntuskiptasíðuna (sem kemur til með að flytja hingað á Cubit í vor). Ég hef líka safnað töluverðum fjölda af rósum, blómstrandi runnum og haustlaukum, þar eru krókusar og páskaliljur í miklu uppáhaldi. Í raun mætti segja að ef fjárhagur og ræktunarrými leyfðu ..... eru fáar plöntur sem ég myndi ekki vilja kynnast "í eigin persónu" ;-)

Það væri gaman að heyra frá ykkur, hvar þið eruð á landinu, hvaða plöntur þið eruð helst að rækta og e.t.v. hvaða vandamál þið eru helst að glíma við. Hjá mér er sá vandi klárlega peninga- og plássleysi og skortur á orku til að sinna öllu þessu plöntusafni sómasamlega.

bestu kveðjur,

Rannveig Garðaflóra

bráðum kemur betri tíð, með blóm í haga ......

Thumbnail by rannveig

[Last edited Mar 1, 2010 8:49 AM CST]
Quote | Post #87399 (1)
ImageCalif_Sue
Mar 2, 2010 12:25 AM CST
Name: Sue
Sebastopol, CA.
Zone 9a
Eeek, I like it there in June better!
Imagerannveig
Mar 2, 2010 4:10 AM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Hi Sue!

Yeah, so do I Hilarious!
Imageweeds
Mar 2, 2010 5:35 AM CST
FL. Panhandle
Not all those who wander are lost.
What a difference a few months makes!!
Talk with people around the world.
Visit Carpe diem and seize the day!
Also, Jigsaw Puzzles, Excel forum and tutorials.
Imagerannveig
Mar 2, 2010 6:31 AM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Sure does CJ - we should see some crocus blooms in a few weeks! Smiling
Imageweeds
Mar 3, 2010 7:27 PM CST
FL. Panhandle
Not all those who wander are lost.
Wow, how soon will it warm up there?
Talk with people around the world.
Visit Carpe diem and seize the day!
Also, Jigsaw Puzzles, Excel forum and tutorials.
Imagerannveig
Mar 4, 2010 2:53 AM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Hard to tell, still a lot of snow on the ground ...... March is a winter month here although in good years spring will start creeping in at the end of the month. At least by my definition ...... when the crocus start flowering it's spring in my books regardless of any frost or snow we might get there after Hilarious!
Imagemagga
Apr 7, 2010 11:49 AM CST
Name: Magga
Reykjavik, Iceland
Ægir´s Mom and Charley´s girl
Til hamingju með gagnagrunninn Rannveig. Yndislegar rósir sem þú ert búin að setja inn. Hurray!

Bestu kveðjur,
Magga
Magga
Imagerannveig
Apr 7, 2010 12:40 PM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Takk Magga :-)

Þú mátt endilega bæta í hann því sem þú átt ;-) Hann býður upp á mikla leitarmöguleika - ef þú ferð í "advanced search" geturðu leitað eftir öllum þeim atriðum sem sett eru inn ......
ImageRagga
Mar 23, 2011 10:58 AM CST
Name: Ragga Jónsdóttir
Hafnarfjörður, Iceland
Góðan daginn,

ég var að skrá mig inn og hlakka til að taka á móti vori og sumri í góðum plöntuunnendafélagsskap :-)
Virkilega gaman að skoða myndirnar hérna inni á síðunni og á facebook. Ég ætla að kíkja meira.
Bestu kveðjur í bili
Ragnhildur (Ragga)
Imagerannveig
Mar 23, 2011 11:55 AM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Sæl Ragga og hjartanlega velkomin Hurray!

Við fögnum öllum nýjum félögum og ég hlakka til að heyra meira frá þér Thumbs up

bestu kveðjur,

Rannveig
Imagemagga
Mar 24, 2011 4:41 PM CST
Name: Magga
Reykjavik, Iceland
Ægir´s Mom and Charley´s girl
Jæja þá,
Ég var að horfa á veðurfregnirnar. Ætli maður verði ekki að trúa spánni núna, búist er við 6-7°hita um helgina og snjórinn er að fara. Ég hef ekki lagt í að fara út í garð undanfarið, nema rétt aðeins til að klofa snjóinin með dollu af lífrænum úrgangi til að bæta í safnhauginn. En nú held ég að sé kominn tími til að kíkja út og gá hvað er lifandi.

Ég fékk 3 flott rósatré (rhododendrons) í fyrra sem blómstruðu mjög fallega. Mér sýnist þeim líða ágætlega úti í garði, en ég held að þau komi ekki til með að blómstra eins mikið og í fyrra. Á ég að hafa nokkrar áhyggjur af því? Þurfa þau ekki fáein ár til að jafna sig í garðinum?Thumb of 2011-03-24/magga/92cdcb

Með vorkveðjum
Magga
Imagerannveig
Mar 24, 2011 6:44 PM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Sæl Magga :)

Jú, nú má vorið sko fara að koma Hurray!

Ég er nú enginn sérfræðingur í Lyngrósum, en mínar blómstra misvel hver svo sem ástæðan er fyrir því. Þær mynda blómbrum fyrir haustið, svo blómgun næsta árs er ráðin áður en veturinn gengur í garð. Svo framarlega sem brumin skemmast ekki yfir veturinn eða í vorfrostum. Hvað ræður því hversu duglegar þær eru að mynda blómbrum veit ég ekki alveg, kannski er bara misjafnt hversu vel þær höndla okkar stuttu, svölu sumur. Og jú, ég held að það geti vel verið að það taki þær smá tíma að ná jafnvægi. Þær eru yfirleitt svo hlaðnar blómum þegar við kaupum þær ..... kannski eru þær bara búnar á því ;) En mér skilst að það borgi sig að klípa burt visnuðu blómklasana svo þær séu ekki að eyða orku í fræmyndun. Það er nú svona allur gangur á því hvernig mér gengur að muna eftir því ..... Whistling

Var að fá fræsendinguna frá Garðyrkjufélaginu og var eins og krakki að opna jólapakkana ..... Big Grin Svo er bara að koma fræinu í mold. Meira um það hér : http://cubits.org/gardaflora/thread/view/52938/

Rannveig
gudbjorg
Apr 2, 2011 3:21 PM CST
Sæl

Rakst á þessa síðu en það var verið að tala um Vetrargosa í fjölmiðlum og ég fór að leita að myndum, frábærar myndir verð ég að segja. Sé að ég get lært heilmikið af ykkur.

Er með lítinn garð í Kópavoginum og hef mikinn áhuga á ræktun. Krókusarnir eru byrjaðir að blómstra í garðinum, en túlipanarnir byrjuðu að koma upp í janúar hef áhyggjur af þeim að þeir ráði ekki við veðursveiflurnar. Er að rækta inni fjögurra blaða smára, Gleym mér ei, Sólblóm og fleira.

Hlakka til að heyra og sjá meira frá ykkur.

Kveðja Guðbjörg

Thumb of 2011-04-04/gudbjorg/cceb6e
[Last edited Apr 4, 2011 12:03 PM CST]
Quote | Post #606039 (14)
gudbjorg
Apr 2, 2011 4:01 PM CST
Varðandi Lyngrós þá keypti ég eina fyrir nokkrum árum og hún blómstraði ekki næsta sumar á eftir en kepptist við að vaxa til að ná í sólarglætu, en næsta sumar á eftir blómstraði hún.

Í vetrarkuldanum í byrjun mars var ég að gefa fuglunum og taka myndir af þeim en þeir flugu stundum í burtu, það gerðu þeir á þessari mynd en myndavélin náði að festa blómálfa trésins á filmu í staðinn :) ótrúlegar þessar vélar.

Thumb of 2011-04-02/gudbjorg/ecdffa
Imagemagga
Apr 2, 2011 4:34 PM CST
Name: Magga
Reykjavik, Iceland
Ægir´s Mom and Charley´s girl
Ég var einmitt að kíkja eftir krókusum úti í garði. Ég bý í Árbænum, er dálítið "hátt uppi". Það munar 2-3 vikum á gróðrinum hjá mér og t.d. í Laugarneshverfinu og Sundunum.
Ég er með villikrókusa í grasblettinum hjá mér og þeir eru byrjaðir að blómstra. Svo eru páskaliljurnar að tosast upp og fleiri laukar. Veðrið er búið að vera svo milt undanfarið að mann er eiginlega farið að klæja í fingurna. En heldurðu að það hafi ekki farið að snjóa í kvöld.

Guðbjörg, vertu hjartanlega velkomin,

Á meðan ég bíð vorsins dunda ég við handavinnu, bútasaum, hekl og prjón. Hérna er nýjasta afurðin "vetrarrósir" til að næla í barminn.

Thumb of 2011-04-02/magga/018917
Magga
Imagerannveig
Apr 2, 2011 4:44 PM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Sæl Guðbjörg og velkomin Hurray!

Fallegir krókusar :) Það er alltaf jafn dásamlegt þegar fyrstu blóm vorsins láta sjá sig. Ég held þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af túlipönunum, þeir eru harðir af sér. Sætur blómálfur Big Grin

Rannveig
gudbjorg
Apr 4, 2011 12:06 PM CST
Takk fyrir það,

skipti út myndinni, það er svo mikið af köttum hér og ég er orðin ónæm fyrir þessu, þessi er mun betri er tekin í sólinni um síðustu helgi. Er sjálf með bæði hund og kött svo það er nóg að gera.

Er líka mikið í handavinnu núna er reyndar að selja líka vörur frá prjónakonum inná http://www.litlakistan.is Litla kistan á netinu. Svo ef einhver vill prjóna fyrir Litlu kistuna er það velkomið :)
Imagerannveig
Apr 4, 2011 1:15 PM CST
Name: Rannveig
Hafnarfjörður, Iceland
Flottar vetrarrósir Magga Thumbs up

Guðbjörg - áhugaverð vefsíða - margt sniðugt að finna þar :)
ImageGudlaug
Apr 6, 2011 7:50 AM CST
Name: Guðlaug
Mosfellsbær
Sælar garðyrkjukonur

Guðlaug heiti ég og garðyrkja er mitt helsta áhugamál. Ég bý í Mosfellsbæ og mitt helsta vandamál er að ég er að flytja í blokkaríbúð eftir mánuð og verð því ekki með neinn garð Hilarious! Ég hef svosum aldrei verið með almennilegan garð svo ég er ýmsu vön og læt það ekki stoppa mig. Ég nýti bara hvern þann fermetra sem ég hef á svölunum undir elsku blómin mín Lovey dubby

Ég er eins og þú Rannveig. Dýrka að stinga fræi í mold og það gleður mig alltaf jafn mikið að sjá lítinn grænann sprota gæjgast upp úr moldinni. Ég byrja oftast að sá í janúar og oftast sái ég allt of mikklu. Mun meira en ég hef pláss og tíma fyrir. Samt geri ég þetta á hverju ári Hilarious!

Uppáhalds plantan mín er Lavender og ég hef gert margar tilraunir til að rækta hana... aldrei gengið almennilega þó. En maður lærir eitthvað nýtt í hvert skipti :D

Kær kveðja
Guðlaug

P.s. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga er ein uppáhalds tilvitnunim mín :)

Page 1 of 3 • 1 2 3

« Back to the top
« Cubits.org homepage
« Garðaflóra cubit homepage
« Velkomin á Cubits.org og Garðaflóruspjall! forum

Only subscribed members of this cubit may reply to this thread. There is a "Join this cubit" button at the bottom of this page.

Garðaflóra

Spjallsíða fyrir garðyrkjuáhugafólk á Íslandi. A gardening site for people gardening in Iceland

» Home
» Forums
» Articles
» Database

Cubit owner: rannveig

» Contact Admin: rannveig